Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun