Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með góðri samvisku Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. október 2017 22:34 Geir Jón segir að framkoma Sigríðar og Haraldar Johannessen sé einsdæmi í sögunni. Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann. Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann.
Kosningar 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira