Goðsögn orðin að alræmdum skúrki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2017 06:00 22 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Sjaldan hefur nafn Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðanda og Hollywood-mógúls, verið meira í umræðunni en þessa dagana. Hið gamla spakmæli um að öll umfjöllun sé góð umfjöllun á þó ekki við í þessu tilfelli enda hafa 22 konur stigið fram og sakað Weinstein um kynferðisbrot gegn sér. Brotin spanna áratugalangt tímabil og er maðurinn sakaður um allt frá kynferðislegri áreitni og upp í nauðgun. Í áraraðir hefur Weinstein haldið uppi ímynd um einhvers konar valdamikla goðsögn sem ræður því sem hann vill í Hollywood. Ljóst er af umfjöllun undanfarið að fjölmargir vissu af hátterninu sem Weinstein er sakaður um og að sú gagnrýni hafi jafnan verið þögguð niður. Verðlaunaður og ríkur Þessi 65 ára framleiðandi hefur á ferli sínum safnað miklum auðæfum. Eignir hans eru metnar á um 21,3 milljarða króna. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Miramax árið 1979 en seldi það til Disney árið 1993 fyrir 8,5 milljarða króna. Á meðal kvikmynda sem Weinstein hefur unnið að eru költ-klassíkurnar Pulp Fiction og Clerks. Þá hefur Weinstein einnig fengið Óskarsverðlaun fyrir framleiðslu myndarinnar Shakespeare in Love og Tonyverðlaun fyrir framleiðslu ýmissa leikrita og söngleikja, ekki síst Billy Elliot the Musical og The Producers. Hinn hvíti Cosby Ásakanirnar á hendur Weinstein halda áfram að hrannast upp. Í gær sakaði leikkonan Rose McGowan hann um að hafa nauðgað sér. Í röð færslna á samfélagsmiðlinum Twitter sagði McGowan frá því að Roy Price, forsprakki efnisveitunnar Amazon Studio, hafi hundsað hana þegar hún sagði honum frá málinu. Amazon hefur nú sent Price í ótímabundið leyfi en hann var sjálfur sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. Listi ásakenda Weinsteins er orðinn heillangur. Svo langur að bandaríska sjónvarpskonan Samantha Bee kallaði Weinstein „hinn hvíta Cosby“ í þætti sínum í vikunni. Vísaði hún þar til þess að 59 konur hafa sakað leikarann Bill Cosby um kynferðisbrot gegn sér. Aðdáun varð fyrirlitning Á meðan meint kynferðisbrot voru falin og utan umræðunnar naut Weinstein mikillar virðingar. Hann barðist gegn fátækt og fyrir aukinni vitneskju um alnæmi. Þá lagði hann fjármagn í rannsóknir á sykursýki og MS. Weinstein fékk einnig sæmdarorðu frá Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Aukinheldur hefur Weinstein verið hollvinur flokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hefur hann bæði talað máli flokksins og styrkt kosningabaráttu fjölmargra, meðal annars Hillary Clinton og Baracks Obama. Í viðtali við BBC í gær sagði Clinton að hún hefði fengið áfall þegar hún heyrði fréttir af ásökununum. „Sögurnar sem nú heyrast nísta hjarta mitt.“ Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi var þó fljótur að vísa í stóru myndina. Sagði hún að brotin sem Weinstein er sakaður um mættu ekki viðgangast í almennu samfélagi. Hvorki í kvikmyndageiranum né í stjórnmálum. Stéttarbræður Weinsteins hafa einnig snúið baki við honum vegna hátternisins að því er Deadline greinir frá. Stéttarfélag framleiðenda í Bandaríkjunum mun halda neyðarfund til að ræða svar sitt við fréttunum og þykir líklegt að Weinstein verði hreinlega rekinn úr samtökunum en þau höfðu áður veitt honum heiðursverðlaun sín. Þá hefur fyrirtæki Weinsteins, sem ber nafnið Weinstein Company, rekið hann og fjölmargir þeirra leikara sem hann hefur starfað með fordæmt hegðun framleiðandans og snúið við honum baki. Quentin Tarantino, einn besti vinur Weinsteins til 25 ára, sagði í yfirlýsingu að hann væri forviða og niðurbrotinn vegna fréttanna. Fangelsi möguleiki Brotin sem Weinstein er sakaður um varða sum hver við lög. The Guardian greindi frá því í gær að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við teldu möguleika á því, miðað við það sem fram hefur komið, að Weinstein verði dæmdur í fimm til 25 ára fangelsi. Komið hefur fram að lögreglan bæði í New York og Lundúnum rannsaki ásakanir um nauðgun. Sjálfur hefur Weinstein neitað því að hafa nokkurn tíman nauðgað nokkurri konu. 22 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni eða brot Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sjaldan hefur nafn Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðanda og Hollywood-mógúls, verið meira í umræðunni en þessa dagana. Hið gamla spakmæli um að öll umfjöllun sé góð umfjöllun á þó ekki við í þessu tilfelli enda hafa 22 konur stigið fram og sakað Weinstein um kynferðisbrot gegn sér. Brotin spanna áratugalangt tímabil og er maðurinn sakaður um allt frá kynferðislegri áreitni og upp í nauðgun. Í áraraðir hefur Weinstein haldið uppi ímynd um einhvers konar valdamikla goðsögn sem ræður því sem hann vill í Hollywood. Ljóst er af umfjöllun undanfarið að fjölmargir vissu af hátterninu sem Weinstein er sakaður um og að sú gagnrýni hafi jafnan verið þögguð niður. Verðlaunaður og ríkur Þessi 65 ára framleiðandi hefur á ferli sínum safnað miklum auðæfum. Eignir hans eru metnar á um 21,3 milljarða króna. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Miramax árið 1979 en seldi það til Disney árið 1993 fyrir 8,5 milljarða króna. Á meðal kvikmynda sem Weinstein hefur unnið að eru költ-klassíkurnar Pulp Fiction og Clerks. Þá hefur Weinstein einnig fengið Óskarsverðlaun fyrir framleiðslu myndarinnar Shakespeare in Love og Tonyverðlaun fyrir framleiðslu ýmissa leikrita og söngleikja, ekki síst Billy Elliot the Musical og The Producers. Hinn hvíti Cosby Ásakanirnar á hendur Weinstein halda áfram að hrannast upp. Í gær sakaði leikkonan Rose McGowan hann um að hafa nauðgað sér. Í röð færslna á samfélagsmiðlinum Twitter sagði McGowan frá því að Roy Price, forsprakki efnisveitunnar Amazon Studio, hafi hundsað hana þegar hún sagði honum frá málinu. Amazon hefur nú sent Price í ótímabundið leyfi en hann var sjálfur sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. Listi ásakenda Weinsteins er orðinn heillangur. Svo langur að bandaríska sjónvarpskonan Samantha Bee kallaði Weinstein „hinn hvíta Cosby“ í þætti sínum í vikunni. Vísaði hún þar til þess að 59 konur hafa sakað leikarann Bill Cosby um kynferðisbrot gegn sér. Aðdáun varð fyrirlitning Á meðan meint kynferðisbrot voru falin og utan umræðunnar naut Weinstein mikillar virðingar. Hann barðist gegn fátækt og fyrir aukinni vitneskju um alnæmi. Þá lagði hann fjármagn í rannsóknir á sykursýki og MS. Weinstein fékk einnig sæmdarorðu frá Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Aukinheldur hefur Weinstein verið hollvinur flokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hefur hann bæði talað máli flokksins og styrkt kosningabaráttu fjölmargra, meðal annars Hillary Clinton og Baracks Obama. Í viðtali við BBC í gær sagði Clinton að hún hefði fengið áfall þegar hún heyrði fréttir af ásökununum. „Sögurnar sem nú heyrast nísta hjarta mitt.“ Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi var þó fljótur að vísa í stóru myndina. Sagði hún að brotin sem Weinstein er sakaður um mættu ekki viðgangast í almennu samfélagi. Hvorki í kvikmyndageiranum né í stjórnmálum. Stéttarbræður Weinsteins hafa einnig snúið baki við honum vegna hátternisins að því er Deadline greinir frá. Stéttarfélag framleiðenda í Bandaríkjunum mun halda neyðarfund til að ræða svar sitt við fréttunum og þykir líklegt að Weinstein verði hreinlega rekinn úr samtökunum en þau höfðu áður veitt honum heiðursverðlaun sín. Þá hefur fyrirtæki Weinsteins, sem ber nafnið Weinstein Company, rekið hann og fjölmargir þeirra leikara sem hann hefur starfað með fordæmt hegðun framleiðandans og snúið við honum baki. Quentin Tarantino, einn besti vinur Weinsteins til 25 ára, sagði í yfirlýsingu að hann væri forviða og niðurbrotinn vegna fréttanna. Fangelsi möguleiki Brotin sem Weinstein er sakaður um varða sum hver við lög. The Guardian greindi frá því í gær að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við teldu möguleika á því, miðað við það sem fram hefur komið, að Weinstein verði dæmdur í fimm til 25 ára fangelsi. Komið hefur fram að lögreglan bæði í New York og Lundúnum rannsaki ásakanir um nauðgun. Sjálfur hefur Weinstein neitað því að hafa nokkurn tíman nauðgað nokkurri konu. 22 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni eða brot
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32