Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 07:36 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið. Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið.
Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30
Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38