Með fjárfestingu skal land byggja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 13. október 2017 07:00 Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun