Kate Beckinsale stígur fram með ásakanir á hendur Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 20:21 Kate Beckinsale segist hafa verið sautján ára þegar Harvey Weinstein hafði í frammi óviðeigandi hegðun í hennar garð. vísir.is/getty Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34