Vilja setja fjóra milljarða í átak gegn kynbundnu ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2017 17:15 Helga Vala Helgadóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala. Kosningar 2017 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Samfylkingin vill veita fjórum milljörðum á næsta kjörtímabili til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta tilkynnti Helga Vala Helgadóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á málþingi á vegum Femínistafélags Háskóla Íslands í dag. Um er að ræða þríþætta áætlun og er gert ráð fyrir að einum milljarði sé varið á hverju ári kjörtímabilsins í verkefnið. Um er að ræða eflingu á löggæslu, fræðslu og forvarnir á öllum skólastigum og betri heilbrigðisþjónustu. „Það þarf að efla löggæsluna til þess að fá fram markvissari málsmeðferð í ofbeldisbrotum. Við erum ekki bara að tala um kynferðisofbeldi. Við erum að tala um kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og svo þetta netofbeldi sem er auðvitað risastór þáttur sem einhvern veginn við erum ekki að sinna,“ segir Helga Vala Helgadóttir í samtali við Vísi.Lögreglumenn hætti vegna veikinda Hún segir nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum á íslandi. Þeim hafi fækkað undanfarin tíu ár frá 712 niður í 660. Nú séu fleiri einstaklingar hérlendis, bæði Íslendingar sem og ferðamenn. „Það er ekkert óalgengt að meðal lögreglumaðurinn vinni um 100 yfirvinnutíma í mánuði, sem eru þá svona 25 á viku sirka. Það er bara, maður sér alveg strax hvernig það fer. Það er svo ótrúlega mikið álag. við erum að missa fólk út úr þessari stétt, við erum að missa fólk í langtimaveikindi, reynslumikla lögregluþjóna. þetta er hrikalegt ástand. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt, þrátt fyrir ákall árum saman.“ Annar hluti átaksins snýr að viðvarandi fræðslu og forvörnum í skólum á grunnskóla-, menntaskóla- og háskólastigi. „Ekki eitthvað mánaðarátak þar sem við komum inn í samfélagsfræðitímana, heldur að setja þetta inn í lífsleiknina. Þannig við byrjum bara strax í grunnskóla á því að efna fræðsluna. það er þar sem framtíðar gerendur og þolendur eru og þarna þurfum við að byrja. Meðvitundin þarf að vera alveg skýr alveg frá byrjun,“ segir Helga. „Þriðji punkturinn er heilbrigðiskerfið. Neyðarmóttaka á landspítala hefur verið í algjörri framvarðarsveit þegar kemur að móttöku brotaþola. En það veltur það rosalega mikið á elju þeirrar manneskju sem þar heldur um taumana.“ Hún bendir á að heilbrigðisstofnanir annars staðar á landinu standi verr þegar kemur að meðferð kynferðisbrota. Samræma þurfi þjónustuna og jafnframt auka framlag til neyðarmóttöku Landspítala.
Kosningar 2017 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira