Innlent

Þórhildur Sunna mun gegna hlutverki ígildis formanns Pírata

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Smári McCarthy verða málsvarar Pírata í komandi kosningum.
Helgi Hrafn Gunnarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Smári McCarthy verða málsvarar Pírata í komandi kosningum. Píratar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy hafa fengið umboð sem málsvarar Pírata og samningamenn í komandi kosningum. Þetta var ákveðið á félagsfundi Pírata sem fór framí gær. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Pírötum mun Þórhildur Sunna, oddviti Pírata í Reykjavíkur kjördæmi Suður, verða aðalsamningsaðili flokksins. Hún mun því gegna hlutverki ígildis formanns Pírata í komandi stjórnarmyndunarviðræðum.

„Hún er lögfræðingur að mennt en hún lærði alþjóða- og Evrópulög í háskólanum í Groningen og sérhæfði sig með meistaragráðu í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti í háskólanum í Utrecht. Hún er þingmaður Pírata frá árinu 2016, er varaformaður þingflokks Pírata og hefur starfað í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn síðan árið 2015. Þórhildur Sunna starfaði sem blaðakona og sérfræðingur hjá félagasamtökum þingsetuna, en síðasta verkefninu lauk hún með gerð heimasíðunnar rettindagatt.is fyrir Landssamtökin Geðhjálp,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Þessi skipun Þórhildar Sunnu, Helga og Smára er hluti af lokaundirbúningi Pírata fyrir kosningarnar þann 28. október næstkomandi. Samkvæmt tilkynningunni ætla Píratar að kynna fjárlög og helstu áherslumál í næstu viku.


Tengdar fréttir

VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi

Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×