Óþarfi að súpa hveljur þrátt fyrir djúpa lægð Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2017 08:18 Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira