Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2017 07:00 Kári er hér í leik með Haukum gegn Tindastóli. Stóra spurningin er hvort hann fer aftur í rauða búninginn. Vísir/Anton „Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
„Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn