Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39