Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2017 16:15 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Stefán „Við erum orðin ákveðin ógn við þá og völdum ákveðnum titringi þannig að við vísum öllu slíku til föðurhúsana,“ segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, um pólitíska andstæðinga flokksins sem hún segir útmála flokkinn sem rasista. Inga sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. Flokkur fólksins mældist með 5,8 prósenta fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis og fengi flokkurinn fjóra þingmenn samkvæmt könnunni. Flokkurin bauð fram í síðustu alþingiskosningum fyrir rétt tæpu ári síðan og hlaut þá 3,5 prósent atkvæða. Í stefnuskrá flokksins fyrir kosningar segir að stefna eigi að því að afgreiða málefni hælisleitenda innan 48 klukkustunda frá komu þeirra til landsins. Inga segir að annað sé ómannúðlegt, ekki síst þegar þeir sem sækji um hæli hér á landi séu búin að koma sér fyrir hér á landi meðan mál þeirra eru tekin fyrir af stjórnvöldum.Sjá má Kosningaspjall Vísis í heild sinni hér fyrir neðan.„Svo sendum við það burt þegar það er kannski farið að vinna og tala íslensku þá erum við að senda það burt. Okkur þykir þetta ómannúðleg stefna og því fyrr sem við getum gefið fólki kost á því hvar það stendur gagnvart sinni tilveru í landinu okkar því betra,“ segir Inga. Þá segir Inga að mikilvægt sé að herða landamæraeftirlit hér á landi og taka eigi upp vegabréfaeftirlit svo fylgjast megi betur með því hverjir komi inn í landið. Hún segir að mikilvægt sé að taka vel á móti þeim flóttamönnum sem fái leyfi til að setjast hér að en að hún vilji ekki sjá fleiri flóttamenn fá hæli hér landi umfram það sem nú er. „Við vitum líka að þeir sem eru að koma að flýja ógn og skelfingu, þetta er flest allt fólk sem hefur heimþrá eins og við þegar við erum í ókunnugum löndum. Margir eiga örugglega eftir að vilja að fara aftur heim. Þess vegna verðum við að gefa þeim kost á því að líða vel og taka á móti þeim eins og við höfum verið að gera, hjálpa þeim að tala tungumálið okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þau finni sig velkomin meðal okkar en að fjölga við kvótaflóttafólk eða hvað eina annað, ég er bara sátt við þá stefnu sem við höfum verið að reka í dag,“ segir Inga.Skortur er á íbúðum sem drifið hefur fasteignaverð upp undanfarin ár.VÍSIR/VILHELMSegir vexti lækka af sjálfu sér með afnámi verðtryggingarEitt af helstu stefnumálum flokksins fyrir kosningar er afnám verðtryggingar. Hún segir bankastofnanir ýta lánþegum í að taka verðtryggð lán sem sitji svo að lokum uppi með alla áhættuna. „Þannig er það í boði lánveitenda, bankastofnuna sem annarra að vísa okkur í verðtryggða lánið þannig að þeir eru eins og venjulega með beltið og axlarbönd gagnvart allri áhættu um sveiflur á fjármálamarkaði eða verðbólgumyndun eða annað slíkt þar sem að lánþeginn með verðtryggða lánið situr eftir með áhættuna og allan skellinn,“ segir Inga. Aðspurð um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna segir Inga að slíkar aðgerðir séu afar mikilvægar og forsenda fyrir farsælu samfélagi. „Við boðum það að það sé í rauninni grundvöllur að farsæld í samfélaginu, fyrir unga fólkið, sem og aðra að við losnum við verðtrygginguna á neytendalánum um leið að við keyrum niður okurvexti,“ segir Inga sem gagnrýnir það að hægt sé að bjóða upp á mun lægri vexti á óverðtryggðum lánum í nágrannalöndum Íslands en séu í boði hér. „Eins og við höfum sagt, ef að það er hægt að bjóða upp á 1,5% vexti í löndnum hér í kringum okkur, óverðtryggða vexti að jafnaði, er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það að við getum það líka, sérstaklega ekki ef að það er nú boðað og vitað að við sýnum mikla hagsæld og það gengur vel í efnahagsmálum á Íslandi í dag,“ segir Inga. Hún segir flokk fólksins stefna því að lækka vexti en aðspurð að því hvernig flokkurinn ætli sér að gera það segir hún að það muni gerast af sjálfu sér verði verðtryggingin afnumin. „Það gerist allt af sjálfu sér. Þetta er bara efnahagsstjórnunin. Þetta gerist bara af sjálfu sér þegar við erum að afnema verðtrygginguna og annað slíkt. Það hlýtur bara að leiða hvað af öðru,“ segir Inga. Aðspurð að því hvort hún gæti útskýrt orð sín frekar svaraði hún neitandi.Inga Sæland gagnrýnir bankastofnarnir harðlega.vísir/vilhelmVill kaupleigukerfi að norrænni fyrirmyndInga gagnrýnir einnig áherslu yfirvalda á höfuðborgarsvæðinu um að þétta byggð. Hún segir að slíkar aðgerðir séu ágætar en að sama tíma þurfi einnig að sjá til þess að ódýrari íbúðir séu byggðar svo að raunhæft sé fyrir tekjulægra fólk að eignast íbúð. „Venjulegt fólk verður að geta keypt íbúðirnar, að getVill kaupleigukerfi að norrænni fyrirmynd Inga gagnrýnir einnig áherslu yfirvalda á höfuðborgarsvæðinu um að þétta byggð. Hún segir að slíkar aðgerðir séu ágætar en að sama tíma þurfi einnig að sjá til þess að ódýrari íbúðir séu byggðar svo að raunhæft sé fyrir tekjulægra fólk að eignast íbúð. „Venjulegt fólk verður að geta keypt íbúðirnar, að geta fjárfest í íbúðunum en ekki bara horft á þau löngunaraugum. Við viljum sjá fyrir okkur að við nýtum okkur úthverfin, sérstaklega ef við getum fengið ríkisvaldið og sveitarfélögin, hvað þá ef að lífeyrissjóðirnir kæmu að því að allir tæku höndum saman og koma af stað alvöru uppbyggingu á fasteignamarkaði sem kæmi til móts við fólkið í landinu,“ sagði Inga. Þá er það eitt af stefnumálum flokksins að koma á fót kaupleigukerfi á íbúðum til þess að auðvelda þeim sem hafa áhugaá íbúðakaupum að eignast heimili. Þar horfir hún til Norðurlandanna til fyrirmynda. „Ég get litið til Danmerkur og Svíþjóðar. Við getum sagt að þú þarft ekki að koma með einhverja útborgun, þú gengur inn í íbúðina og þú ferð að leigja hana. Síðan færðu einhver x ár í aðlögun, 5 ár, 7 ár, þá ert þú að byggja þig upp og leigir á skikkanlegu verði, ekki okurleigumarkaðim heldur verður þetta óhagnaðardrifið þó þetta verði að standa undir sér en það verða að koma fjárveitingar frá ríkisvaldinu.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Við erum orðin ákveðin ógn við þá og völdum ákveðnum titringi þannig að við vísum öllu slíku til föðurhúsana,“ segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, um pólitíska andstæðinga flokksins sem hún segir útmála flokkinn sem rasista. Inga sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. Flokkur fólksins mældist með 5,8 prósenta fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis og fengi flokkurinn fjóra þingmenn samkvæmt könnunni. Flokkurin bauð fram í síðustu alþingiskosningum fyrir rétt tæpu ári síðan og hlaut þá 3,5 prósent atkvæða. Í stefnuskrá flokksins fyrir kosningar segir að stefna eigi að því að afgreiða málefni hælisleitenda innan 48 klukkustunda frá komu þeirra til landsins. Inga segir að annað sé ómannúðlegt, ekki síst þegar þeir sem sækji um hæli hér á landi séu búin að koma sér fyrir hér á landi meðan mál þeirra eru tekin fyrir af stjórnvöldum.Sjá má Kosningaspjall Vísis í heild sinni hér fyrir neðan.„Svo sendum við það burt þegar það er kannski farið að vinna og tala íslensku þá erum við að senda það burt. Okkur þykir þetta ómannúðleg stefna og því fyrr sem við getum gefið fólki kost á því hvar það stendur gagnvart sinni tilveru í landinu okkar því betra,“ segir Inga. Þá segir Inga að mikilvægt sé að herða landamæraeftirlit hér á landi og taka eigi upp vegabréfaeftirlit svo fylgjast megi betur með því hverjir komi inn í landið. Hún segir að mikilvægt sé að taka vel á móti þeim flóttamönnum sem fái leyfi til að setjast hér að en að hún vilji ekki sjá fleiri flóttamenn fá hæli hér landi umfram það sem nú er. „Við vitum líka að þeir sem eru að koma að flýja ógn og skelfingu, þetta er flest allt fólk sem hefur heimþrá eins og við þegar við erum í ókunnugum löndum. Margir eiga örugglega eftir að vilja að fara aftur heim. Þess vegna verðum við að gefa þeim kost á því að líða vel og taka á móti þeim eins og við höfum verið að gera, hjálpa þeim að tala tungumálið okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þau finni sig velkomin meðal okkar en að fjölga við kvótaflóttafólk eða hvað eina annað, ég er bara sátt við þá stefnu sem við höfum verið að reka í dag,“ segir Inga.Skortur er á íbúðum sem drifið hefur fasteignaverð upp undanfarin ár.VÍSIR/VILHELMSegir vexti lækka af sjálfu sér með afnámi verðtryggingarEitt af helstu stefnumálum flokksins fyrir kosningar er afnám verðtryggingar. Hún segir bankastofnanir ýta lánþegum í að taka verðtryggð lán sem sitji svo að lokum uppi með alla áhættuna. „Þannig er það í boði lánveitenda, bankastofnuna sem annarra að vísa okkur í verðtryggða lánið þannig að þeir eru eins og venjulega með beltið og axlarbönd gagnvart allri áhættu um sveiflur á fjármálamarkaði eða verðbólgumyndun eða annað slíkt þar sem að lánþeginn með verðtryggða lánið situr eftir með áhættuna og allan skellinn,“ segir Inga. Aðspurð um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna segir Inga að slíkar aðgerðir séu afar mikilvægar og forsenda fyrir farsælu samfélagi. „Við boðum það að það sé í rauninni grundvöllur að farsæld í samfélaginu, fyrir unga fólkið, sem og aðra að við losnum við verðtrygginguna á neytendalánum um leið að við keyrum niður okurvexti,“ segir Inga sem gagnrýnir það að hægt sé að bjóða upp á mun lægri vexti á óverðtryggðum lánum í nágrannalöndum Íslands en séu í boði hér. „Eins og við höfum sagt, ef að það er hægt að bjóða upp á 1,5% vexti í löndnum hér í kringum okkur, óverðtryggða vexti að jafnaði, er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það að við getum það líka, sérstaklega ekki ef að það er nú boðað og vitað að við sýnum mikla hagsæld og það gengur vel í efnahagsmálum á Íslandi í dag,“ segir Inga. Hún segir flokk fólksins stefna því að lækka vexti en aðspurð að því hvernig flokkurinn ætli sér að gera það segir hún að það muni gerast af sjálfu sér verði verðtryggingin afnumin. „Það gerist allt af sjálfu sér. Þetta er bara efnahagsstjórnunin. Þetta gerist bara af sjálfu sér þegar við erum að afnema verðtrygginguna og annað slíkt. Það hlýtur bara að leiða hvað af öðru,“ segir Inga. Aðspurð að því hvort hún gæti útskýrt orð sín frekar svaraði hún neitandi.Inga Sæland gagnrýnir bankastofnarnir harðlega.vísir/vilhelmVill kaupleigukerfi að norrænni fyrirmyndInga gagnrýnir einnig áherslu yfirvalda á höfuðborgarsvæðinu um að þétta byggð. Hún segir að slíkar aðgerðir séu ágætar en að sama tíma þurfi einnig að sjá til þess að ódýrari íbúðir séu byggðar svo að raunhæft sé fyrir tekjulægra fólk að eignast íbúð. „Venjulegt fólk verður að geta keypt íbúðirnar, að getVill kaupleigukerfi að norrænni fyrirmynd Inga gagnrýnir einnig áherslu yfirvalda á höfuðborgarsvæðinu um að þétta byggð. Hún segir að slíkar aðgerðir séu ágætar en að sama tíma þurfi einnig að sjá til þess að ódýrari íbúðir séu byggðar svo að raunhæft sé fyrir tekjulægra fólk að eignast íbúð. „Venjulegt fólk verður að geta keypt íbúðirnar, að geta fjárfest í íbúðunum en ekki bara horft á þau löngunaraugum. Við viljum sjá fyrir okkur að við nýtum okkur úthverfin, sérstaklega ef við getum fengið ríkisvaldið og sveitarfélögin, hvað þá ef að lífeyrissjóðirnir kæmu að því að allir tæku höndum saman og koma af stað alvöru uppbyggingu á fasteignamarkaði sem kæmi til móts við fólkið í landinu,“ sagði Inga. Þá er það eitt af stefnumálum flokksins að koma á fót kaupleigukerfi á íbúðum til þess að auðvelda þeim sem hafa áhugaá íbúðakaupum að eignast heimili. Þar horfir hún til Norðurlandanna til fyrirmynda. „Ég get litið til Danmerkur og Svíþjóðar. Við getum sagt að þú þarft ekki að koma með einhverja útborgun, þú gengur inn í íbúðina og þú ferð að leigja hana. Síðan færðu einhver x ár í aðlögun, 5 ár, 7 ár, þá ert þú að byggja þig upp og leigir á skikkanlegu verði, ekki okurleigumarkaðim heldur verður þetta óhagnaðardrifið þó þetta verði að standa undir sér en það verða að koma fjárveitingar frá ríkisvaldinu.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15