Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2017 06:00 Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira