Fótbolti

Einn nýliði í U21 árs landsliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik hjá U21.
Úr leik hjá U21. Vísir/Anton
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur valið 21 leikmann í hóp sinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í riðlakeppni EM 2019 en báðir leikirnir eru á útivelli.

Samúel Kári Friðjónsson er í hópnum en hann verður ekki með gegn Spánverjum þar sem hann mun taka út leikbann vegna þriggja gulra spjalda. Ásgeir Sigurgeirsson dettur hins vegar úr hópnum enda var hann úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið beint rautt spjald gegn Albaníu í síðasta leik. 

Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er hægri bakvörðurinn Aron Már Brynjarsson sem er á mála hjá sænska stórliðinu Malmö.

Hópurinn í heild sinni

Markverðir: 

Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) 

Aron Snær Friðriksson (Fylkir) 

Hlynur Örn Hlöðversson (Fram) 

Aðrir leikmenn: 

Albert Guðmundsson (PSV) 

Alfons Sampsted (Norrköping) 

Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) 

Axel Óskar Andrésson (Reading) 

Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) 

Óttar Magnús Karlsson (Molde) 

Viktor Karl Einarsson (AZ Alkmaar) 

Jón Dagur Þorsteinsson (Fulham) 

Júlíus Magnússon (Heerenveen) 

Samúel Kári Friðjónsson (Vålerenga) 

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad) 

Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) 

Ari Leifsson (Fylkir) 

Felix Örn Friðriksson (ÍBV) 

Grétar Snær Gunnarsson (FH) 

Marinó Axel Helgason (Grindavík) 

Mikael Neville Anderson (Vendsyssel) 

Aron Már Brynjarsson (Malmö) 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×