Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2017 23:02 Trump minntist einnig eldri bróður síns, Freds, á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Fred Trump glímdi við áfengisfíkn og lést árið 1999, 43 ára aldri. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. BBC greinir frá. Trump kynnti einnig nýja áætlun sína, sem sporna á við fíkn í svokölluð ópíöt, á fundinum en ópíöt draga nú yfir 140 Bandaríkjamenn til dauða á degi hverjum. Til ópíata teljast lyf á borð við morfín, heróín, kódín og fentanýl en þau fást gegn framvísun lyfseðils víða í Bandaríkjunum. Lyfin hafa öflug verkjastillandi áhrif, valda sljóleika og sælutilfinningu og eru mjög ávanabindandi. Trump sagði Bandaríkin eiga met í neyslu ópíata í heiminum, en ríkisborgarar landsins neyta ópíata í meiri mæli en nokkur önnur þjóð. Þá skrifaði Trump undir viljayfirlýsingu sem mælti til þess að heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir hættuástandi. Allar alríkisstofnanir væru einnig skyldaðar til að sporna við fækkun dauðsfalla tengdum ofneyslu á ópíötum.Talaði um fíkn bróður síns heitins Trump minntist einnig eldri bróður síns, Freds, á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Fred Trump glímdi við áfengisfíkn og lést 43 ára að aldri. „Ég átti bróður, Fred. Frábær náungi, myndarlegasti náungi. Besti persónuleikinn, miklu betri en minn. En hann átti við vandamál að stríða, hann átti í vandræðum með áfengi.“ Trump sagði bróður sinn ætíð hafa ráðið honum gegn því að neyta áfengis og tóbaks, en sjálfur segist Trump aldrei hafa prófað slík efni. Tíðni dauðsfalla vegna ofneyslu á ópíötum og öðrum morfínskyldum efnum hefur fjórfaldast í Bandaríkjunum síðan árið 1999. Árið 2015 létust 33 þúsund manns vegna ofneyslu á efnunum. Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Bandamenn Mitch McConnell og Stephen Bannon takast á. 26. október 2017 16:00 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. BBC greinir frá. Trump kynnti einnig nýja áætlun sína, sem sporna á við fíkn í svokölluð ópíöt, á fundinum en ópíöt draga nú yfir 140 Bandaríkjamenn til dauða á degi hverjum. Til ópíata teljast lyf á borð við morfín, heróín, kódín og fentanýl en þau fást gegn framvísun lyfseðils víða í Bandaríkjunum. Lyfin hafa öflug verkjastillandi áhrif, valda sljóleika og sælutilfinningu og eru mjög ávanabindandi. Trump sagði Bandaríkin eiga met í neyslu ópíata í heiminum, en ríkisborgarar landsins neyta ópíata í meiri mæli en nokkur önnur þjóð. Þá skrifaði Trump undir viljayfirlýsingu sem mælti til þess að heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir hættuástandi. Allar alríkisstofnanir væru einnig skyldaðar til að sporna við fækkun dauðsfalla tengdum ofneyslu á ópíötum.Talaði um fíkn bróður síns heitins Trump minntist einnig eldri bróður síns, Freds, á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Fred Trump glímdi við áfengisfíkn og lést 43 ára að aldri. „Ég átti bróður, Fred. Frábær náungi, myndarlegasti náungi. Besti persónuleikinn, miklu betri en minn. En hann átti við vandamál að stríða, hann átti í vandræðum með áfengi.“ Trump sagði bróður sinn ætíð hafa ráðið honum gegn því að neyta áfengis og tóbaks, en sjálfur segist Trump aldrei hafa prófað slík efni. Tíðni dauðsfalla vegna ofneyslu á ópíötum og öðrum morfínskyldum efnum hefur fjórfaldast í Bandaríkjunum síðan árið 1999. Árið 2015 létust 33 þúsund manns vegna ofneyslu á efnunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Bandamenn Mitch McConnell og Stephen Bannon takast á. 26. október 2017 16:00 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Bandamenn Mitch McConnell og Stephen Bannon takast á. 26. október 2017 16:00
Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30