Selma Blair og Rachel McAdams segja frá kynferðislegri áreitni kvikmyndaleikstjórans James Toback Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2017 21:45 Frásagnir leikkvennanna tveggja, Blair og McAdams, af áreitni Tobacks eru um margt líkar. Í samtali við Vanity Fair, sem birti ásakanir þeirra fyrst í dag, lýstu þær því báðar að hann hafi beðið þær að hitta sig á hótelbergjum. Hann hafi einnig ítrekað hrósað þeim fyrir leikhæfileika og lofaði þeim kvikmyndahlutverkum. Vísir/Getty Leikkonurnar Selma Blair og Rachel McAdams hafa báðar sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. Þá segir Blair að Toback hafi hótað sér lífláti ef hún segði frá áreitninni. Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni en ásakanirnar voru birtar í The Los Angeles Times í vikunni. Konurnar lýstu þar reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Konurnar sem LA Times ræddi við fyrr í vikunn, þar á meðal Selma Blair, lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Toback þvertók fyrir ásakanirnar og sagði það „líffræðilega ómögulegt“ fyrir sig að hafa gert það sem konurnar saka hann um. Selma Blair.Vísir/Getty Gat ekki meira eftir að hann sagði konurnar lygara Bandaríska leikkonan Selma Blair er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Cruel Intentions og Legally Blonde. Rachel McAdams, sem er fædd í Kanada, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Spotlight og fór einnig með hlutverk í kvikmyndunum The Notebook og Mean Girls. Frásagnir leikkvennanna tveggja, Blair og McAdams, af áreitni Tobacks eru um margt líkar. Í samtali við Vanity Fair, sem birti ásakanir þeirra fyrst í dag, lýstu þær því báðar að hann hafi beðið þær að hitta sig á hótelbergjum. Hann hafi einnig ítrekað hrósað þeim fyrir leikhæfileika og lofaði þeim kvikmyndahlutverkum. Blair, sem upphaflega ætlaði ekki að bendla nafn sitt við ásakanirnar, sagði Toback hafa hótað sér lífláti eftir að þau mæltu sér mót fyrir nær 20 árum síðan, árið 1999. Hún ákvað að stíga fram undir nafni eftir að Toback hafnaði ásökununum. „Þegar hann kallaði þessar konur lygara og sagði að hann myndi ekki eftir að hafa hitt þær og að hin meinta hegðun gæti ekki átt við um hann, þá fann ég bara fyrir ofsareiði og að mér bæri skylda til að tjá mig um þetta opinberlega.“ „Þú mátt ekki fara fyrr en ég fæ fullnægingu“ Blair hitti Toback á hótelberbergi árið 1999. Hún mætti til fundar við leikstjórann til að ræða væntanlega kvikmynd hans, Harvard Man, en þegar á hótelið var komið var Blair látin vita að Toback myndi ekki hitta hana niðri í móttöku hótelsins heldur uppi á herbergi. James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar.Vísir/Getty Þar á Toback að hafa beðið hana um að klæða sig úr fötunum og flytja fyrir sig textabút. Hann hafi svo beðið hana að sofa hjá sér, sem hún þvertók fyrir að gera. Toback hafi þá krafist þess að hún leyfði honum að fróa sér fyrir framan hana. „Þú mátt ekki fara fyrr en ég fæ fullnægingu,“ á hann að hafa sagt. Toback hafi svo fróað sér, nuddað sér upp við hana og neytt hana til að horfa í augun á sér á meðan. „Og ég fann fyrir ógeði og skömm, eins og engum myndi finnast ég hrein á ný eftir að hafa verið svona nálægt djöflinum,“ sagði Blair. Þá nefndi Blair einnig að Toback hafi ýjað að því að hann myndi drepa hana ef hún segði frá áreitninni. Hótununni kom hann til skila með dæmisögu um stúlku, sem hafi „sett sig upp á móti“ honum,. „Ef hún segir einhverjum eitthvað, sama hversu mikill tími hún heldur að hafi liðið, þá er ég með fólk á mínum snærum sem mun keyra upp að henni, ræna henni og henda henni í Hudson-ána með steypuklumpa bundna við fæturna,“ hafði Blair eftir Toback í umfjöllun Vanity Fair. Rachel McAdams.Vísir/Getty Bað um að fá að sjá á henni skapahárin Rachel McAdams, sem var 21 árs þegar hún átti fund með Toback, sagðist hafa verið boðuð í áheyrnarprufu á hóteli hans í kanadísku borginni Toronto. „Hann bauð mér að setjast á gólfið, sem var svolítið vandræðalegt,“ sagði McAdams í samtali við Vanity Fair. „Samræðurnar urðu fljótt mjög kynferðislegar og hann sagði: „Veistu, ég verð bara að segja þér. Ég er búinn að fróa mér óteljandi sinnum í dag og hugsa um þig síðan við hittumst í áheyrnarprufunni þinni.““ McAdams sagði Toback þá hafa beðið um að sjá á henni skapahárin en hún hafi þá forðað sér. „Ég var mjög heppin að hafa farið og að hann hafi ekki ráðist á mig.“ Toback vildi ekkert tjá sig um ásakanir leikkvennanna tveggja þegar blaðamaður Vanity Fair náði tali af honum. Þá hefur hann ekki viljað kannast við að hafa hitt nokkra af þeim konum sem saka hann um áreitnina. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Þá lýstu fyrirtæki í tískuiðnaðinum því yfir í vikunni að þau ætluðu ekki að starfa frekar með ljósmyndaranum Terry Richardsson. Hann hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni síðan árið 2001. MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og brot Einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 26. október 2017 12:27 Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Leikkonurnar Selma Blair og Rachel McAdams hafa báðar sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. Þá segir Blair að Toback hafi hótað sér lífláti ef hún segði frá áreitninni. Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni en ásakanirnar voru birtar í The Los Angeles Times í vikunni. Konurnar lýstu þar reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Konurnar sem LA Times ræddi við fyrr í vikunn, þar á meðal Selma Blair, lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Toback þvertók fyrir ásakanirnar og sagði það „líffræðilega ómögulegt“ fyrir sig að hafa gert það sem konurnar saka hann um. Selma Blair.Vísir/Getty Gat ekki meira eftir að hann sagði konurnar lygara Bandaríska leikkonan Selma Blair er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Cruel Intentions og Legally Blonde. Rachel McAdams, sem er fædd í Kanada, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Spotlight og fór einnig með hlutverk í kvikmyndunum The Notebook og Mean Girls. Frásagnir leikkvennanna tveggja, Blair og McAdams, af áreitni Tobacks eru um margt líkar. Í samtali við Vanity Fair, sem birti ásakanir þeirra fyrst í dag, lýstu þær því báðar að hann hafi beðið þær að hitta sig á hótelbergjum. Hann hafi einnig ítrekað hrósað þeim fyrir leikhæfileika og lofaði þeim kvikmyndahlutverkum. Blair, sem upphaflega ætlaði ekki að bendla nafn sitt við ásakanirnar, sagði Toback hafa hótað sér lífláti eftir að þau mæltu sér mót fyrir nær 20 árum síðan, árið 1999. Hún ákvað að stíga fram undir nafni eftir að Toback hafnaði ásökununum. „Þegar hann kallaði þessar konur lygara og sagði að hann myndi ekki eftir að hafa hitt þær og að hin meinta hegðun gæti ekki átt við um hann, þá fann ég bara fyrir ofsareiði og að mér bæri skylda til að tjá mig um þetta opinberlega.“ „Þú mátt ekki fara fyrr en ég fæ fullnægingu“ Blair hitti Toback á hótelberbergi árið 1999. Hún mætti til fundar við leikstjórann til að ræða væntanlega kvikmynd hans, Harvard Man, en þegar á hótelið var komið var Blair látin vita að Toback myndi ekki hitta hana niðri í móttöku hótelsins heldur uppi á herbergi. James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar.Vísir/Getty Þar á Toback að hafa beðið hana um að klæða sig úr fötunum og flytja fyrir sig textabút. Hann hafi svo beðið hana að sofa hjá sér, sem hún þvertók fyrir að gera. Toback hafi þá krafist þess að hún leyfði honum að fróa sér fyrir framan hana. „Þú mátt ekki fara fyrr en ég fæ fullnægingu,“ á hann að hafa sagt. Toback hafi svo fróað sér, nuddað sér upp við hana og neytt hana til að horfa í augun á sér á meðan. „Og ég fann fyrir ógeði og skömm, eins og engum myndi finnast ég hrein á ný eftir að hafa verið svona nálægt djöflinum,“ sagði Blair. Þá nefndi Blair einnig að Toback hafi ýjað að því að hann myndi drepa hana ef hún segði frá áreitninni. Hótununni kom hann til skila með dæmisögu um stúlku, sem hafi „sett sig upp á móti“ honum,. „Ef hún segir einhverjum eitthvað, sama hversu mikill tími hún heldur að hafi liðið, þá er ég með fólk á mínum snærum sem mun keyra upp að henni, ræna henni og henda henni í Hudson-ána með steypuklumpa bundna við fæturna,“ hafði Blair eftir Toback í umfjöllun Vanity Fair. Rachel McAdams.Vísir/Getty Bað um að fá að sjá á henni skapahárin Rachel McAdams, sem var 21 árs þegar hún átti fund með Toback, sagðist hafa verið boðuð í áheyrnarprufu á hóteli hans í kanadísku borginni Toronto. „Hann bauð mér að setjast á gólfið, sem var svolítið vandræðalegt,“ sagði McAdams í samtali við Vanity Fair. „Samræðurnar urðu fljótt mjög kynferðislegar og hann sagði: „Veistu, ég verð bara að segja þér. Ég er búinn að fróa mér óteljandi sinnum í dag og hugsa um þig síðan við hittumst í áheyrnarprufunni þinni.““ McAdams sagði Toback þá hafa beðið um að sjá á henni skapahárin en hún hafi þá forðað sér. „Ég var mjög heppin að hafa farið og að hann hafi ekki ráðist á mig.“ Toback vildi ekkert tjá sig um ásakanir leikkvennanna tveggja þegar blaðamaður Vanity Fair náði tali af honum. Þá hefur hann ekki viljað kannast við að hafa hitt nokkra af þeim konum sem saka hann um áreitnina. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Þá lýstu fyrirtæki í tískuiðnaðinum því yfir í vikunni að þau ætluðu ekki að starfa frekar með ljósmyndaranum Terry Richardsson. Hann hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni síðan árið 2001.
MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og brot Einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 26. október 2017 12:27 Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Rekinn eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og brot Einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 26. október 2017 12:27
Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00
Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45
38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18