Klifraði upp fimm gáma eftir kajakferð að hafnarsvæðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2017 20:00 Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira