Nýtt politburo bendir til langrar valdatíðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2017 06:00 Xi Jinping er afar vinsæll á meðal flokksmanna og líklegt þykir að hann haldi völdum lengi. Nordicphotos/AFP Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira