Einn er látinn og þrír særðir eftir sprengingu í Kænugarði í Úkraínu nú í kvöld. Meðal hinna særðu er þingmaðurinn Ihor Mosiychuk, en talið er mögulegt að um launmorðstilraun sé að ræða. Sprengjan sprakk þegar Mosiychuk og nokkrir aðrir gengu út úr húsnæði sjónvarpsstöðvar.
Samkvæmt frétt BBC er talið að sprengju hafi verið komið fyrir á mótorhjóli sem hafði verið lagt við innganginn.
Mosiychuk, sem er þingmaður Róttæka flokksins, er ekki í lífshættu samkvæmt frétt Reuters. Það var hins vegar lífvörður hans sem lét lífið. Hann lét lífið þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.
Bílsprengjum hefur farið fjölgandi í Úkraínu á undanförnum árum eftir að átök brutust út við aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta landsins.
Nú í júní dó ofursti í leyniþjónustu úkraínska hersins í bílsprengju í Kænugarði. Þá dó blaðamaðurinn Pavel Sheremet í bílsprengju í fyrra.
Þingmaður særðist í meintri launmorðstilraun í Kænugarði
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið



Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

