Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2017 21:45 Hér má sjá vegarkaflana sjö þar sem hægt er að ná samtals fjörutíu kílómetra styttingu hringvegarins. Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2. Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent