Draumaheimur í stuttmynd H&M x Erdem Ritstjórn skrifar 25. október 2017 20:00 Myndir: H&M Stuttmynd úr gerð Baz Luhrmann fyrir línu H&M x Erdem hefur litið dagsins ljós, og bíður leikstjórinn frægi okkur velkominn inn í draumkenndan heim fyrir línuna. Stuttmyndin er mjög mikið fyrir augað, og sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman að blómum. Mikil fegurð er í myndinni, bæði í fatnaðinum og í umhverfinu, en hún ber nafnið ,,The Secret Life of Flowers". ,,Ég vildi að myndin væri eins og kvikmynd í fullri lengd. Þetta er nútímaleg ástarsaga sem gerist á sveitasetri sem geymir ýmis leyndarmál og er einhverskonar myndlíking fyrir nútímann - þetta er erfiður heimur en hérna innihalda þeir hlutir sem skipta máli áfram að vaxa og dafna í eilífu vori," sagði Baz Luhrmann um myndina. Stuttmyndin er hér neðar í fréttinni og einnig skulum við sjá nokkrar myndir sem teknar voru á bakvið tjöldin. Lína H&M x Erdem kemur í sölu 2. nóvember næstkomandi, og verður fáanleg í Smáralind. Mest lesið Valentino lokaði tískuvikunni í París á dramatískan hátt Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Ashley Olsen hættir með kærastanum Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Hippaleg sumarlína frá Topshop Unique Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour
Stuttmynd úr gerð Baz Luhrmann fyrir línu H&M x Erdem hefur litið dagsins ljós, og bíður leikstjórinn frægi okkur velkominn inn í draumkenndan heim fyrir línuna. Stuttmyndin er mjög mikið fyrir augað, og sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman að blómum. Mikil fegurð er í myndinni, bæði í fatnaðinum og í umhverfinu, en hún ber nafnið ,,The Secret Life of Flowers". ,,Ég vildi að myndin væri eins og kvikmynd í fullri lengd. Þetta er nútímaleg ástarsaga sem gerist á sveitasetri sem geymir ýmis leyndarmál og er einhverskonar myndlíking fyrir nútímann - þetta er erfiður heimur en hérna innihalda þeir hlutir sem skipta máli áfram að vaxa og dafna í eilífu vori," sagði Baz Luhrmann um myndina. Stuttmyndin er hér neðar í fréttinni og einnig skulum við sjá nokkrar myndir sem teknar voru á bakvið tjöldin. Lína H&M x Erdem kemur í sölu 2. nóvember næstkomandi, og verður fáanleg í Smáralind.
Mest lesið Valentino lokaði tískuvikunni í París á dramatískan hátt Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Ashley Olsen hættir með kærastanum Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Hippaleg sumarlína frá Topshop Unique Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour