Nú er lag að gera rétt Haraldur Ólafsson skrifar 25. október 2017 09:45 Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Ólafsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun