Sport

Var með liðsfundinn á FaceTime í miðri fæðingu konunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kirk Cousins.
Kirk Cousins. Vísir/Getty
Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði.

Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik.

Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik.

Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.



Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated.

Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.



„Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við.

„Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×