Fótbolti

Gary Martin á Twitter: „Im back“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin.
Gary Martin. Vísir/Getty
Gary Martin hefur fundið sér nýtt félag og hann er kominn aftur á gamlar slóðir.

Enski framherjinn Gary Martin er kominn aftur í norsku úrvalsdeildina en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström.

Martin tilkynnti um nýja samninginn á Twitter-síðu sinni með orðunum „Im back“ en er þó ekki kominn til baka til Íslands. Þar má einnig sjá að kappinn er búinn að tryggja sér níuna. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan.



Gary John Martin lék í Pepsi-deildinni með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík og varð markakóngur deildarinnar sumarið 2014 með 13 mörk í 21 leik.  Hann fór til KSC Lokeren í janúar á þessu ári en hætti hjá belgíska félaginu fyrr í þessum mánuði.

Gary lék síðast hér heima með Víkingum í Pepsi-deildinni sumarið 2016 en fór til Lilleström í ágúst og kláraði tímabilið með liðinu.

Martin skoraði 4 mörk í 10 leikjum í norsku úrvalsdeildinni. Hann náði að spila átta leiki í belgísku deildinni með Lokeren en tókst ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×