Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 20:02 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vera í forgangi hjá flokknum en hún muni þó aldrei standa í vegi fyrir því hugsanleg aðild verði lögð í dóm þjóðarinnar. Vísir/Hanna „Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira