Skattagrýla gamla á stjái Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. október 2017 07:00 Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun