38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 16:18 James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira