Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2017 15:14 George Clooney og Matt Damon kynna þessa dagana nýjustu mynd sína Suburbicon. Vísir/Getty Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“ Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25