Árni Johnsen syngur barnalög á nýrri plötu Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 13:20 Árni Johnsen lætur ekki slæma lungnabólgu stöðva sig. Hann liggur nú á spítalanum en stelst út til að skemmta og undirbýr útgáfu á sjö plötum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lætur ekki deigan síga. Svo mikið er víst. Hann er nú að undirbúa útgáfu sjö platna samhliða því að stríða við slæma lungnabólgu. Hann liggur nú á spítala til aðhlynningar vegna þess. Vísir heyrði af því að Árni hefði stolist af spítalanum um helgina til að skemmta á árshátíð Gamma, en hann vill ekki gefa neitt út á það. „Maður gerir ýmislegt.“Árni vill bjarga lögum sem eru að tapast En, hann er nú í óða önn við að ganga frá útgáfu sjö platna sem hann ætlar að gefa út sjálfur og kemur út á næstu vikum. Þar á meðal eru tvær barnaplötur. „Já, með öllum helstu barnasöngvum síðustu 50 ára; Maðurinn með hattinn, Litlu andarungarnir og fleiri lög,“ segir Árni. Hann segir að þessi lög séu að týnast úr minni þjóðarinnar. Í staðinn hafa komið slitrur úr erlendum dægurlögum með hundleiðinlegum textum. En, lögin sem eru að týnast, um þann menningararf þarf að halda. „Vita hvort ég geti ekki bjargað einhverju af þessu. Þetta er rosalega flott,“ segir Árni en upptökum er lokið. Með Árna á plötunni eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon kontrabassaleikari. „Svo syngja stelpur úr Stúlknakór Reykjavíkur með mér. Svo verður einn gestasöngvari í tveimur lögum en það kemur í ljós síðar hver það er.“Fyrsta skipti búsúkí með synfóníuhljómsveit Árni telur þessar plötur alveg ákjósanlegar fyrir fólk að hafa með sér í bílnum þegar það ferðast með börnum sínum, og syngja með. Þá er plata sem Árni tók upp síðast þegar hann hélt uppá afmæli sitt, „live-plata“ með 42 fallegum íslenskum sönglögum. Og þá eru væntanlegar þrjár plötur með Sólarsvítu Árna. Sem er hálftíma langt verk með 15 lagaköflum. „Hún var tekin upp í Úkraínu. Svo fór ég með hana til Aþenu. Og þar spilar besti búsúkíleikari Grikkja inn fyrir mig. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hljóðfæri er notað með sinfóníuhljómsveit. Þeir sögðu fyrst að þeim litist ekkert á þetta en ég sagðist vera búinn að pæla í þessu og svo voru þeir himinlifandi. Þurft grískan eyjapeyja til,“ segir Árni sposkur.Lætur ekkert stoppa sig Þá er væntanleg útgáfa þar sem karlakórinn Þrestir syngja svítuna á tónleikum sem þeir voru með í Hafnarfirði. Árni er ekki einhama, ein plata er ágætt og nóg fyrir hvern mann, en að gefa sjálfur út sjö plötur er meira en segja það. Árni lætur sér þetta ekki vaxa í augum og fer eftir því lögmáli að ef maður gerir þetta ekki sjálfur, þá gerir þetta enginn fyrir mann. „Ég er ekki í kúltúrklíkunni frekar en svo margir aðrir.“ Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lætur ekki deigan síga. Svo mikið er víst. Hann er nú að undirbúa útgáfu sjö platna samhliða því að stríða við slæma lungnabólgu. Hann liggur nú á spítala til aðhlynningar vegna þess. Vísir heyrði af því að Árni hefði stolist af spítalanum um helgina til að skemmta á árshátíð Gamma, en hann vill ekki gefa neitt út á það. „Maður gerir ýmislegt.“Árni vill bjarga lögum sem eru að tapast En, hann er nú í óða önn við að ganga frá útgáfu sjö platna sem hann ætlar að gefa út sjálfur og kemur út á næstu vikum. Þar á meðal eru tvær barnaplötur. „Já, með öllum helstu barnasöngvum síðustu 50 ára; Maðurinn með hattinn, Litlu andarungarnir og fleiri lög,“ segir Árni. Hann segir að þessi lög séu að týnast úr minni þjóðarinnar. Í staðinn hafa komið slitrur úr erlendum dægurlögum með hundleiðinlegum textum. En, lögin sem eru að týnast, um þann menningararf þarf að halda. „Vita hvort ég geti ekki bjargað einhverju af þessu. Þetta er rosalega flott,“ segir Árni en upptökum er lokið. Með Árna á plötunni eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon kontrabassaleikari. „Svo syngja stelpur úr Stúlknakór Reykjavíkur með mér. Svo verður einn gestasöngvari í tveimur lögum en það kemur í ljós síðar hver það er.“Fyrsta skipti búsúkí með synfóníuhljómsveit Árni telur þessar plötur alveg ákjósanlegar fyrir fólk að hafa með sér í bílnum þegar það ferðast með börnum sínum, og syngja með. Þá er plata sem Árni tók upp síðast þegar hann hélt uppá afmæli sitt, „live-plata“ með 42 fallegum íslenskum sönglögum. Og þá eru væntanlegar þrjár plötur með Sólarsvítu Árna. Sem er hálftíma langt verk með 15 lagaköflum. „Hún var tekin upp í Úkraínu. Svo fór ég með hana til Aþenu. Og þar spilar besti búsúkíleikari Grikkja inn fyrir mig. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hljóðfæri er notað með sinfóníuhljómsveit. Þeir sögðu fyrst að þeim litist ekkert á þetta en ég sagðist vera búinn að pæla í þessu og svo voru þeir himinlifandi. Þurft grískan eyjapeyja til,“ segir Árni sposkur.Lætur ekkert stoppa sig Þá er væntanleg útgáfa þar sem karlakórinn Þrestir syngja svítuna á tónleikum sem þeir voru með í Hafnarfirði. Árni er ekki einhama, ein plata er ágætt og nóg fyrir hvern mann, en að gefa sjálfur út sjö plötur er meira en segja það. Árni lætur sér þetta ekki vaxa í augum og fer eftir því lögmáli að ef maður gerir þetta ekki sjálfur, þá gerir þetta enginn fyrir mann. „Ég er ekki í kúltúrklíkunni frekar en svo margir aðrir.“
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira