Þarf að fara til útlanda til að læra tæknina Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 10:15 Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí og verk eftir hana má sjá á vefnum www.yrurari.com. vísir/ernir „Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“ Tíska og hönnun Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“
Tíska og hönnun Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira