Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 09:09 Ýmsir telja upplegg Agnesar sérkennilega siðferðisskýringu og víst er að Reynir Traustason er einn þeirra. Hann ætlar að segja skilið við Þjóðkirkjuna. Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39