Mun ástandið versna? Ingimar Einarsson skrifar 23. október 2017 07:00 Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar