Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 13:00 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Fulltrúi Harvey Weinstein segir að framleiðandinn ætli að dvelja í Arizona í mánuð til þess að vinna í sínum málum. TMZ sagði frá því að Weinstein hafi aðeins farið í vikulanga meðferð á stofnun í Arizona en hafi lokið henni í gær. Fulltrúi hans staðfesti þetta í samtali við TMZ en sagði jafnframt að hann muni dvelja áfram í Arizona og halda áfram að vinna með sínum læknum. Er hann meðal annars að hitta sálfræðing. Sálfræðingur Weinstein ræddi við fjölmiðla með leyfi hans og sagði að sögusagnir um að Weinstein væri ekki að taka þetta alvarlega væru ekki á rökum reistar. Sálfræðingurinn kom ekki fram undir nafni. Weinstein mætti víst einu sinni í hópráðgjöf en eftir það var hann eingöngu í einstaklingsráðgjöf á meðan þessari meðferð stóð. Weinstein er samkvæmt sálfræðingnum mjög einbeittur þrátt fyrir truflanir. Með truflunum á hann væntanlega við fréttaflutninginn um hegðun og brot Weinstein síðustu ára sem nú hafa loksins komið upp á yfirborðið. Lögregla rannsakar mál Weinstein og hefur rætt við nokkrar af konunum sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Hugsanlega verður hann kærður fyrir einhver af sínum brotum gegn konum en hugrekki þeirra sem hafa stigið fram kom af stað byltingu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Fulltrúi Harvey Weinstein segir að framleiðandinn ætli að dvelja í Arizona í mánuð til þess að vinna í sínum málum. TMZ sagði frá því að Weinstein hafi aðeins farið í vikulanga meðferð á stofnun í Arizona en hafi lokið henni í gær. Fulltrúi hans staðfesti þetta í samtali við TMZ en sagði jafnframt að hann muni dvelja áfram í Arizona og halda áfram að vinna með sínum læknum. Er hann meðal annars að hitta sálfræðing. Sálfræðingur Weinstein ræddi við fjölmiðla með leyfi hans og sagði að sögusagnir um að Weinstein væri ekki að taka þetta alvarlega væru ekki á rökum reistar. Sálfræðingurinn kom ekki fram undir nafni. Weinstein mætti víst einu sinni í hópráðgjöf en eftir það var hann eingöngu í einstaklingsráðgjöf á meðan þessari meðferð stóð. Weinstein er samkvæmt sálfræðingnum mjög einbeittur þrátt fyrir truflanir. Með truflunum á hann væntanlega við fréttaflutninginn um hegðun og brot Weinstein síðustu ára sem nú hafa loksins komið upp á yfirborðið. Lögregla rannsakar mál Weinstein og hefur rætt við nokkrar af konunum sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Hugsanlega verður hann kærður fyrir einhver af sínum brotum gegn konum en hugrekki þeirra sem hafa stigið fram kom af stað byltingu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25
Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41