Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2017 20:00 Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira