Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2017 15:35 Vakan verður haldin í Valsheimilinu á kosninganótt. vísir/eyþór Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent