Forystuskipti framundan hjá Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 14:32 Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tvennt er í framboði til formanns í Öryrkjabandalagi Íslands en þing sambandsins hefst í dag. Báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að lög um notendastýrða persónulega þjónustu verði samþykkt sem fyrst og að kjör öryrkja verði bætt þannig að þeir geti lifað með reisn. Ellen Calmon núverandi formaður Öryrkjabandalagsins býður sig ekki aftur fram til embættis formanns á þinginu sem hefst nú síðdegis. En fulltrúar þeirra fjörutíu og eins aðildarfélaga að bandalaginu kjósa nýjan formann á þinginu í fyrramálið. Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður Sjálfsbjargar og Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands til margra ára bjóða sig fram í formannsembættið til næstu tveggja ára. „Mig langar að miðla reynslu minni og þekkingu af baráttumálum og baráttu fyrir jöfnuði. Stolti og reisn einstaklinga sem hafa á einhvern hátt haft vindinn í fangið ef ég má orða það svo,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa hefur líka reynslu af baráttu fyrir málum fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Ég hef undanfarin áratug unnið að málefnum sem tengjast fötluðu fólki, öryrkjum og langveikum. Mér finnst að nógu að starfa þegar kemur að því að reyna að bæta lífskjör og líf okkar hóps,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór segir mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi innan Öryrkjabandalagsins sem telji ríflega tugi þúsunda félagsmanna í 41 félagi. „Það sé ekki einhver einsleit mynd af því hverjir öryrkjar eru, hvernig þeir eru eða hvernig þeir líta út. Þess vegna er svo mikilvægt að minni aðildarfélögin til dæmis hafi vægi líka innan bandalagsins,“ segir Einar Þór. Þuríður Harpa og Einar Þór leggja bæði mikla áherslu á að lokið verði við að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu, eða NPA ásamt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá þurfi að bæta kjör öryrkja verulega. „Við sem erum öryrkjar þurfum að borga miklu meira fyrir að vera á lífi. Í lyfjakostnað, fyrir hjálpartæki, í læknisþjónustu. Þetta eru hlutir sem menn þurfa ekki endilega að borga stórar upphæðir í þegar maður er heilbrigður. Það er bara dýrara að vera fatlaður eða öryrki,“ segir Þuríður Harpa. Einar Þór tekur undir með henni að bæta þurfi kjör öryrkja. „Þau þarf svo sannarlega að bæta og það er forsenda þess að fólk geti lifað með reisn. Að það þurfi ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því hvort það eigi fyrir mat á morgun. En ég lít björtum augum á framtíðina hvað varðar kjör og réttindi fatlaðs fólks og öryrkja vegna þess að viðhrofsbreytingin hefur verið í svo jákvæða át undanfarin ár. Og það er svo mikilvægt þegar þessi mikilvægu verkefni sem ég nefndi áðan verða komin á koppinn,“ segir Einar Þór.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira