Fótbolti

Ein breyting á byrjunarliðinu og skipt um leikkerfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar fá verðugt verkefni í Wiesbaden í dag.
Íslensku stelpurnar fá verðugt verkefni í Wiesbaden í dag. vísir/eyþór
Freyr Alexandersson gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í Wiesbaden í dag.

Ísland rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Freyr gerir eina breytingu frá þeim leik. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur. Þá skiptir Freyr um leikkerfi; fer úr 4-3-3 og í 3-5-2.

Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru í miðri íslensku vörninni. Rakel og Hallbera Gísladóttir eru á köntunum og Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á miðjunni.

Í framlínunni eru svo Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen sem skoruðu báðar tvívegis í sigrinum á Færeyjum.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Nálgast má textalýsinguna með því að smella hér.

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi.mynd/ksí

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×