Erlent

Handtökuskipun gefin út á hendur Rose McGowan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream.
Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream. Vísir/Getty

Lögreglan í Washington hefur gefið út handtökuskipun á hendur bandarísku leikkonunni Rose McGowan. Hún hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að hún sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun. BBC greinir frá.

Vill lögreglan hafa hendur í hári leikkonunnar vegna ólöglegra lyfja sem fundust í tösku sem leikkonan er sögð hafa skilið eftir um borð í flugvél United Airlines á flugvellinum í Washington.

Handtökuskipunin var gefin út í febrúar en talsmenn lögreglunnar segja að hún hafi reynt að ná tali af leikkonunni síðan þá svo hún geti mætt fyrir rétt.

McGowan hefur verið miðpunktur umræðunnar um kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein. Steig hún fram nýverið og sakaði hann um að hafa nauðgað henni á Sundance-kvikmyndahátíðinni árið 1997.

Leikkonan tjáði sig um handtökuskipunina á Twitter í gær þar sem hún velti því fyrir sér hvort að einhver væri að reyna að þagga niðri í henni. Hún segir málið allt vera „algjört kjaftæði“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×