Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 18:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði nú síðdegis. Vísir/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira