Sport

Ernirnir fljúga enn hæst í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carson Wentz fagnar með hlauparanum sínum, LaGarrette Blount, í gær.
Carson Wentz fagnar með hlauparanum sínum, LaGarrette Blount, í gær. vísir/getty
Philadelphia Eagles er enn heitasta liðið í NFL-deildinni og í gær fór liðið illa með San Francisco 49ers.

49ers og Cleveland eru enn án sigurs í deildinni eftir leiki gærdagsins. Ernirnir eru aftur á móti búnir að vinna sjö leiki og aðeins tapa einum. Það er besti árangur deildarinnar.

Leikstjórnandi Eagles, Carson Wentz, mun með sama áframhaldi gera tilkall til þess að vera valinn besti leikmaður ársins. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum í gær og keyrir liðið áfram í átt að hverjum sigrinum á fætur öðrum.

Leikur gærkvöldsins var viðureign Houston og Seattle þar sem liðin skoruðu að vild. Kom mörgum á óvart enda þekkt varnarlið.

Leikstjórnendur liðanna áttu báðir ótrúlegan leik. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum 452 jarda og fjórar sendingar enduðu sem snertimark.

Nýliðaleikstjórnandi Houston, DeShaun Watson, var litlu síðri með 402 jarda og kastaði boltanum einnig fyrir fjórum snertimörkum.

Úrslit:

Cleveland-Minnesota  16-33

Buffalo-Oakland  34-14

Cincinnati-Indianapolis  24-23

New England-LA Chargers  21-13

New Orleans-Chicago  20-12

NY Jets-Atlanta  20-25

Philadelphia-San Francisco  33-10

Tampa Bay-Carolina  3-17

Seattle-Houston  41-38

Washington-Dallas  19-33

Detroit-Pittsburgh  15-20

Í nótt:

Kansas City - Denver

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×