Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 21:55 Moore hefur ímugust á samkynheiðgum og múslimum og hefur tvisvar verið vikið úr embætti dómara. vísir/getty Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins. Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.
Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15