Trump jós Xi Jinping lofi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína. Donald Trump Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína.
Donald Trump Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira