Senda Trump skýr skilaboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Trans konan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálftitlaða hommahataranum Bob Marshall. Nordicphotos/AFP Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira