Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun