Ætlar að þrýsta á Kínverja vegna viðskipta og Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 11:33 Trump, Jinping og eiginkonur þeirra í Forboðnu borginni. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu. Donald Trump Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu.
Donald Trump Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira