Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 06:40 Ed Westwick er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í þáttunum Gossip Girl. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24