Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Magnús Garðarsson, stofnandi kísilversins í Helguvík, vill lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutafé hans í United Silicon. vísir/eyþór Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30