Viðskipti innlent

Hagnaður Fjeldsted & Blöndal dróst saman

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Á meðal hluthafa lögmannsstofunnar eru Jóhannes Sigurðsson og Halldór Karl Halldórsson hæstaréttarlögmenn.
Á meðal hluthafa lögmannsstofunnar eru Jóhannes Sigurðsson og Halldór Karl Halldórsson hæstaréttarlögmenn. Vísir/Stefán
Hagnaður lögmannsstofunnar Fjeldsted & Blöndal nam 75,7 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 36 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 119 milljónir.

Þá drógust rekstrartekjur stofunnar saman um 20 milljónir á milli ára en þær námu um 312 milljónum króna í fyrra. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 40 milljónir á milli ára og nam alls um 132 milljónum en skrifstofu- og stjórnunarkostnaður stóð nánast í stað og var um 15,6 milljónir.

Eignir stofunnar námu um 155 milljónum í lok síðasta árs, en þær drógust saman um 58 milljónir á milli ára, og var bókfært eigið fé á sama tíma 84 milljónir króna.

Stærstu hluthafar Fjeldsted & Blöndal, sem eiga hver um sig 23,5 prósenta hlut, eru þeir Hafliði K. Lárusson, Halldór Karl Halldórsson, Jóhannes Sigurðsson og Þórir Júlíusson.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×