Enski boltinn

Jón Dagur áberandi í kosningunni á marki mánaðarins hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar með félögum sínum.
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar með félögum sínum. Mynd/Twittersíða Fulham
Jón Dagur Þorsteinsson er upptekinn með íslenska 21 árs landsliðinu í fótbolta þessa dagana en á meðan getum við Íslendingar hjálpað okkar manni að vinna kosningu á netinu.

Jón Dagur gæti átt besta mark mánaðarins hjá enska félaginu Fulham. Líkurnar eru nokkuð góðar hjá þessum efnilega strák því þrjú marka hans eru tilnefnd sem mark mánaðarins.

Jón Dagur á þarna þrjú af átta mörkum sem koma til greina sem besta mark októbermánaðar og er sá eini sem á meira en eitt mark á listanum.





Jón Dagur hefur verið duglegur að skora fyrir 23 ára liðið að undanförnu en öll þrennan hans á móti Wolves á dögunum er tilnefnd.

Jón Dagur keppir við Belgann Denis Odoi, Norðmanninn Stefan Johansen, Englendingana Elijah Adebayo og Connor Thompson og svo Skotann Tom Cairney sem er einmitt fyrirliði aðalliðsins.

Mörkin sem koma til greina voru annaðhvort skoruð í ensku b-deildinni með 23 ára liðinu.

Þeir sem vilja kjósa Jón Dag geta gert það hér.

Hér fyrir neðan er eitt marka hans frá öðru sjónarhorni.



Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, valdi Jón Dag í hópinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í undankeppni Evrópumótsins 2019 en báðir leikirnir fara fram ytra.  Jón Dagur hefur skorað eitt mark í sex leikjum með íslenska 21 árs landsliðinu.

Jón Dagur er fæddur í lok nóvember 1998 og er því einn yngsti leikmaður liðsins en þeir elstu eru fæddir árið 1996. Það er aðeins Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson sem er yngri en Jón Dagur í þessum hóp Eyjólfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×