Jón Dagur áberandi í kosningunni á marki mánaðarins hjá Fulham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 19:45 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar með félögum sínum. Mynd/Twittersíða Fulham Jón Dagur Þorsteinsson er upptekinn með íslenska 21 árs landsliðinu í fótbolta þessa dagana en á meðan getum við Íslendingar hjálpað okkar manni að vinna kosningu á netinu. Jón Dagur gæti átt besta mark mánaðarins hjá enska félaginu Fulham. Líkurnar eru nokkuð góðar hjá þessum efnilega strák því þrjú marka hans eru tilnefnd sem mark mánaðarins. Jón Dagur á þarna þrjú af átta mörkum sem koma til greina sem besta mark októbermánaðar og er sá eini sem á meira en eitt mark á listanum.8⃣ to choose from… Vote for your Goal of the Month for October https://t.co/Eu5JbBP56Kpic.twitter.com/4SRlWRAxRR — Fulham Football Club (@FulhamFC) November 7, 2017 Jón Dagur hefur verið duglegur að skora fyrir 23 ára liðið að undanförnu en öll þrennan hans á móti Wolves á dögunum er tilnefnd. Jón Dagur keppir við Belgann Denis Odoi, Norðmanninn Stefan Johansen, Englendingana Elijah Adebayo og Connor Thompson og svo Skotann Tom Cairney sem er einmitt fyrirliði aðalliðsins. Mörkin sem koma til greina voru annaðhvort skoruð í ensku b-deildinni með 23 ára liðinu. Þeir sem vilja kjósa Jón Dag geta gert það hér. Hér fyrir neðan er eitt marka hans frá öðru sjónarhorni.GOALCAM: Watch Thorsteinsson cut in and curl his effort to take another early lead pic.twitter.com/g0530flxxa — Fulham Football Club (@FulhamFC) November 1, 2017 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, valdi Jón Dag í hópinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í undankeppni Evrópumótsins 2019 en báðir leikirnir fara fram ytra. Jón Dagur hefur skorað eitt mark í sex leikjum með íslenska 21 árs landsliðinu. Jón Dagur er fæddur í lok nóvember 1998 og er því einn yngsti leikmaður liðsins en þeir elstu eru fæddir árið 1996. Það er aðeins Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson sem er yngri en Jón Dagur í þessum hóp Eyjólfs. Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson er upptekinn með íslenska 21 árs landsliðinu í fótbolta þessa dagana en á meðan getum við Íslendingar hjálpað okkar manni að vinna kosningu á netinu. Jón Dagur gæti átt besta mark mánaðarins hjá enska félaginu Fulham. Líkurnar eru nokkuð góðar hjá þessum efnilega strák því þrjú marka hans eru tilnefnd sem mark mánaðarins. Jón Dagur á þarna þrjú af átta mörkum sem koma til greina sem besta mark októbermánaðar og er sá eini sem á meira en eitt mark á listanum.8⃣ to choose from… Vote for your Goal of the Month for October https://t.co/Eu5JbBP56Kpic.twitter.com/4SRlWRAxRR — Fulham Football Club (@FulhamFC) November 7, 2017 Jón Dagur hefur verið duglegur að skora fyrir 23 ára liðið að undanförnu en öll þrennan hans á móti Wolves á dögunum er tilnefnd. Jón Dagur keppir við Belgann Denis Odoi, Norðmanninn Stefan Johansen, Englendingana Elijah Adebayo og Connor Thompson og svo Skotann Tom Cairney sem er einmitt fyrirliði aðalliðsins. Mörkin sem koma til greina voru annaðhvort skoruð í ensku b-deildinni með 23 ára liðinu. Þeir sem vilja kjósa Jón Dag geta gert það hér. Hér fyrir neðan er eitt marka hans frá öðru sjónarhorni.GOALCAM: Watch Thorsteinsson cut in and curl his effort to take another early lead pic.twitter.com/g0530flxxa — Fulham Football Club (@FulhamFC) November 1, 2017 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, valdi Jón Dag í hópinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í undankeppni Evrópumótsins 2019 en báðir leikirnir fara fram ytra. Jón Dagur hefur skorað eitt mark í sex leikjum með íslenska 21 árs landsliðinu. Jón Dagur er fæddur í lok nóvember 1998 og er því einn yngsti leikmaður liðsins en þeir elstu eru fæddir árið 1996. Það er aðeins Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson sem er yngri en Jón Dagur í þessum hóp Eyjólfs.
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira