Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 14:24 Harvey Weinstein og Rose McGowan árið 2007. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30